Mannlegi þátturinn

Jósefína í Borgarfirði,Halli Reynis og skyndihjálp


Listen Later

Page Break
MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 13.MARS 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Myndlistarkonan Josefina Morell hefur búið á Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði síðan 1998, en hún vann fyrir sér fyrstu árin við hestatamningar en er nú skólabílstjóri og rekur hestaleigu ásamt manni sínum Einari. Josefina opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsinu í Borgarnesi á föstudaginn undir heitinu Litir Borgarfjarðar. Í myndlistinni hefur hún gaman af að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálf verðlaust, sem hún finnur í næsta nágrenni, eins og steina, hrútahauskúpur, hunda- og tófuhári og fleiru. Við spjöllum við Josefinu í þættinum í dag.
Halli Reynis söngvaskáld og trúbador mætir á sagnakaffi í kvöld í Gerðubergi með kassagítarinn sinn. Hann skemmtir með söng og sögum af fólki sem hann hefur hitt gegnum tíðina og hafa gefið honum ástæðu til að semja lög og texta. Inn í þetta blandast sögur af ferðalögum en einmitt á ferðum sínum hefur hann hitt margt af þessu fólki.
Halli kennir tónlist en hann lauk B.ed. gráðu í tónlistarkennslu vorið 2012 frá Háskóla Íslands og 2014 lauk hann meistaranámi sem tónlistar- og leiklistarkennari frá HÍ.
Allir ættu að fara á námskeið í skyndihjálp segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, leiðbeinandi í skyndihjálp hjá Rauða krossinum. Hún segir að einnig ætti að kenna skyndihjálp í grunnskólum því það hafi sýnt sig að börn geta bjargað mannslífum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Þóru Kristínu á Heilsuvaktinni í dag.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners