Mannlegi þátturinn

Kæfisvefn hjá börnum, Valdimar missti sjónina og tölvupósturinn


Listen Later

Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem verður rannsakað með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Dr. Erna Sif Arnardóttir stýrir verkefninu af Íslands hálfu, en hún segir að börn sem eru með kæfisvefn eða miklar hrotur gætu sýnt einkenni athyglisbrests og ofvirkni og þau sem eru verst sett fylgdu jafnvel ekki eðlilegri vaxtarkúrfu. Erna Sif kom í þáttinn í dag.
Valdimar Sverrisson ljósmyndari missti sjónina í kjölfar aðgerðar, þar sem góðkynja æxli á stærð við sítrónu var skorið úr höfði hans árið 2015. Valdimar hefur ekki fengið fullnægjandi skýringu á því hvers vegna hann tapaði sjóninni en fyrir liggur að æxlið þrýsti á augnbotnana. Hann segir að hans fyrstu viðbrögð eftir að hann áttaði sig á því að sjónin kæmi ekki aftur hafi verið að leggjast í þunglyndi og harma sinn hlut. Hann var lærður ljósmyndari og átti ung börn og var orðinn blindur. En hann tók fljótlega tekið ákvörðun um að fara hina leiðina; takast á við þetta með húmornum og jákvæðninni. Valdimar sagði sína sögu í þættinum í dag.
Í fjórðu hugvekju Kontóristans, þar sem Steinar Þór Ólafsson veltir fyrir sér ýmiskonar vinnustaðamenningu, fjallaði hann um tölvupóstinn, þörf okkar að vera alltaf til staðar gagnvart póstinum og þennan sveigjanlega vinnutíma sem við köllum eftir, sem er farinn að sveigja sig langt inn í einkalíf okkar.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners