Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ketill Berg Magnússon. Hann er mannauðsstjóri hjá Marel á Íslandi. Við ræddum við hann um lífið og tilveruna, uppvaxtarárin og hvað hann er að bralla í dag, en hann hefur í nógu að snúast, því auk þess að vera hjá Marel er hann í forsvari fyrir átaki sjö góðgerðarfélaga sem miðar að því að kynna almenningi þann valmöguleika að hægt er að ánefna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til góðgerðarfélags sem viðkomandi er annt um.
Úr bláberjasafti í heimabrugg, ber allt árið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, besta vini bragðlaukanna og berjanna. Ber voru í aðalhlutverkinu í matarspjallinu þennan föstudag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON