Mannlegi þátturinn

Kínverska og kungfu, Olivia í Kolaportinu og Árni lesandi vikunnar


Listen Later

Konúsíusarstofnun Norðurljósa við Háskóla Íslands stendur fyrir sumarnámskeiði í Kungfu ( kínverskum bardagalistum) og kínversku. Markhópurinn er börn og unglingar á grunnskólaaldri en foreldrar mega gjarnan taka þátt ef þeir hafa tíma og áhuga. Kennararnir koma frá Kína og hafa báðir reynslu í að kenna börnum. Magnús Björnsson,forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Guan Dong Qing, eigandi Heilsudrekans, komu í þáttinn og sögðu frá.
Olivia Debois frá Kamerún rekur bás í Kolaportinu sem hún kallar Manita house. Þar má finna litríkar vörur frá Afríku sem hún selur og ágóðan gefur hún til góðgerðasamtaka sem starfa í Frakklandi og Kamerún. Samtökin sem nefnast Heilsa og hjarta hafa það markmið að bjóða fötluðu fólki, þá sérstaklega börnum og einnig fólki með geðræna sjúkdóma, upp á listkennslu. En Olivia hefur ýmislegt á prjónunum sem við heyrðum um í þætti dagsins.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Árni Matthíasson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Hann sagði frá hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNDÍS BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners