MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 21.MARS 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hvað gerist í líkama okkar þegar við roðnum? Af hverju grátum við, hvað kallar fram tárin í augum okkar og af hverju fáum við gæsahúð, eða hroll? Við höfum verið að fjalla um athyglisbrest undanfarið í þættinum, hvað gerist í líkama þeirra sem glíma við athyglisbrest, eða hjá þeim sem eru lesblindir? Við fáum Þór Eysteinsson lífeðlisfræðing í þáttinn í dag, hann ætti að geta svarað þessum spurningum og jafnvel fleirum.
Sjöundu og síðasta hugvekja Kontóristans Steinars Þórs Ólafssonar er á kynlegum nótum. Upplifa karlar og konur jafnvægi vinnu og einkalífs á mismunandi hátt og hvernig bregst vinnumarkaðurinn við þeim sem kjósa setja fjölskylduna í fyrsta sætið? Meira um það hér á eftir.
Nú hefur í fyrsta skipti verið sett saman landslið í Kjötiðn , framundan er Heimsmeistaramót og æfingar eru byrjaðar. Við heyrum í kjötiðnaðarmeistaranum Kristjáni Halli Leifssyni sem mun þjálfa íslenska hópinn og nema hans Jóhanni Frey Sigurbjarnarsyni. Þeir segja að það sé ekkert atvinnuleysi meðal kjötiðnaðarmanna og það vanti fleiri í fagið.