Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís.... more
FAQs about Konur í nýsköpun:How many episodes does Konur í nýsköpun have?The podcast currently has 31 episodes available.
April 13, 202220. VÍSISFJÁRFESTINGAR SNÚAST MEIRA UM EQ EN IQ - Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, vísisfjárfestir hjá Brunni VenturesMargrét Ormslev Ásgeirsdóttir er vísisfjárfestir hjá Brunni Ventures sem fjárfestir í fjölbreyttum sprotafyrirtækjum. Margrét sagði mér frá sinni vegferð, hvernig hún hefur fengið frábær atvinnutækifæri, hverju þau eru að leita að hjá Brunni og hvaða ráð hún gefur frumkvöðlum. Frekari upplýsingar um Brunn má finna á www.brunnurventures.com...more35minPlay
February 02, 202219. ÞAÐ ER ROSA GAMAN AÐ VINNA FYRIR SJÁLFA SIG - Bára Atladóttir, eigandi BRÁ verslunarBára Atladóttir er stofnandi og eigandi BRÁ verslunar, sem selur kjóla, kimono-a og ýmsan kvenfatnað í fjölbreyttum stærðum. BRÁ verslun byrjaði á eldhúsborðinu heima hjá mömmu Báru þar sem hún saumaði flíkur og seldi þær svo á Facebook en í dag er verslunin hýst í 600 fm húsnæði í Mörkinni.BRÁ verslun má finna á www.braverslun.is...more23minPlay
January 19, 202218. ÞAÐ ÞARF AÐ SETJA KONUR Á DAGSKRÁ - Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKAAndrea Róbertsdóttir er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Hún hefur trölla trú á íslenskri kvenorku og konum sem hvetja hvora aðra til góðra verka. Andrea ræddi við mig um sína vegferð, mikilvægi tengslanetsins, konur í nýsköpun og fjölbreytileika atvinnulífsins....more36minPlay
January 05, 202217. HVERGI Í HEIMINUM ER JAFN MIKIÐ AF NÝSKÖPUNARSJÓÐUM STÝRT AF KONUM - Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry CapitalHelga Valfells er stofnandi og framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital, sem er öflugur íslenskur vísissjóður sem hefur fjárfest í framúrskarandi nýsköpunar fyrirtækjum. Helga býr að fjölbreyttri reynslu sem spannar yfir heimsálfur og fjölbreyttar atvinnugreinar, en hún sagði mér frá sinni vegferð og Crowberry capital í live upptöku sumarið 2021.Stuttu eftir að viðtalið var tilkynnt um stofnun Crowberry tvö, 11,5 milljarða króna vísissjóð, sem er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi.Þetta er þátturinn „Hvergi í heiminum er jafn mikið af nýsköpunarsjóðum stýrt af konum“ með Helgu Valfells....more34minPlay
March 08, 202116. TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐUR - Kolbrún Bjargmundsdóttir - Sérfræðingur hjá RannísTækniþróunarsjóður er stærsti nýsköpunarsjóðurinn á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem styrkir fjölda nýsköpunarverkefna á ári hverju. Alma Dóra fékk því til sín Kollu, Kolbrúnu Bjargmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannís, til að ræða upplag sjóðsins og hvað skal hafa í huga þegar skrifa á umsókn.Bent er á að viðtalið var tekið upp sumarið 2020 en þátturinn kemur út í mars 2021 og bendum við því á heimasíðu sjóðsins fyrir nákvæmar upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/...more25minPlay
February 09, 202115. SVARIÐ VERÐUR ALLTAF NEI EF ÞÚ SÆKIST EKKI EFTIR ÞVÍ SEM ÞÚ VILLT - Ásta Kristín Sigurjónsdóttir - Framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasansGestur Ölmu Dóru í þætti dagsins er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Ásta hefur starfað náið með frumkvöðlum víða um land á sínum starfsferli og deilir í þættinum fjölmörgum góðum ráðum sem koma sér vel í verkfærakassanum þegar byggja á fyrirtæki. Í þættinum ræðir hún einnig sína eigin vegferð, klasastarfsemina á Íslandi og framtíðina fyrir ferðaþjónustuna, í COVID lausum heimi.Hægt er að kynna sér starfsemi Íslenska ferðaklasans og það sem hann hefur upp á að bjóða á www.icelandtourism.is/...more29minPlay
January 26, 202114. EKKI GEFAST UPP – Hulda Birna Baldursdóttir KjærnestedHulda Birna Baldursdóttir Kjærnested er ein þeirra fræknu verkefnastjóra sem hafa veitt frumkvöðlum aðstoð og tækifæri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viðtalið var tekið upp sumarið 2020, og eins og flestir vita þá stóð til að leggja niður stofnunina um áramótin. Alma Dóra ræddi við Huldu um starfið sem Nýsköpunarmiðstöð hefur hýst í gegnum árin, lærdóminn sem við getum dregið af starfi hennar og hvað mun taka við, bæði hjá henni sjálfri og í stuðningskerfi frumkvöðla á Íslandi. Hægt er að skoða ýmis tæki og tól sem geta aðstoðað við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á www.nyskopunarmidstod.is...more28minPlay
January 18, 202113. VIÐ ÞURFUM AÐ HVETJA KONUR MEIRA ÁFRAM – Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir - Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla ÍslandsGestur þáttarins í dag er Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands. Ólöf er lögfræðingur að mennt og hefur borið marga mismunandi hatta innan nýsköpunarsenunnar á Íslandi. Í þættinum segir hún okkur frá sinni vegferð og öllu því helsta sem er að gerast í nýsköpunarmálum hjá Háskóla Íslands....more1minPlay
January 11, 202112. JAFNRÉTTI OG FJÖLBREYTNI ERU MANNRÉTTINDI – Birna Bragadóttir – Stjórnarformaður HönnunarsjóðsGestur tólfta þáttar af konum í nýsköpun er Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs. Auk þess að gefa góð ráð fyrir umsækjendur í sjóðinn ræðir Birna sína eigin vegferð og fjölmörgu verkefni í þættinum. Birna er ötul talskona jafnréttismála og kemur með frábæra punkta um það hvernig er hægt að stuðla að jafnrétti í styrkjaúthlutunum, starfsauglýsingum og viðskiptalífinu öllu. Hægt er að fræðast meira um Hönnunarsjóð inn á heimasíðu sjóðsins, www.sjodur.honnunarmidstod.is Þetta er þátturinn „Jafnrétti og fjölbreytni eru mannréttindi“ með Birnu Bragadóttur....more1minPlay
November 13, 202011. VIÐ ERUM ALLAR ROSALEGA ÓLÍKAR, EN SAMT ERUM VIÐ OFT AÐ DÍLA VIÐ SÖMU HLUTINA - Andrea og Kristjana - Stjórnarkonur UAKÍ þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Andreu Gunnarsdóttur og Kristjönu Björk Barðdal, stjórnarkonur Ungra athafnakvenna, eða UAK. Þær ræddu um starfsemi félagsins, tengingu þess við nýsköpun og hvernig komandi kynslóðir ungra athafnakvenna munu hrista upp í íslensku atvinnulífi.Hægt er að kynna sér starfsemi og dagskrá félagsins betur á heimasíðu þeirra, www.uak.is...more29minPlay
FAQs about Konur í nýsköpun:How many episodes does Konur í nýsköpun have?The podcast currently has 31 episodes available.