Í óperunni Systir Angelica eftir Puccini, eru einungis kvenhlutverk en verkið fjallar um örlög systur Angelicu sem eignaðist barn utan hjónabands og kallaði þar með skömm yfir fjölskyldu sína. Saga,óperan er dramatísk eins og við er að búast og þetta ætla nemendur í söngskóla Sigurðar Demetz að glíma við næsta þriðjudag og okkar föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn, Kristinn Sigmundsson óperusöngvari, er að leikstýra þessari uppfærslu og hann en þetta er hans fyrsta leikstjórnarverkefni. Kristinn er síður en svo hættur að ferðast um heiminn til að syngja í óperuuppfærslum, því hann er nánast bókaður út árin.
Í matarspjallinu í þetta sinn fór Sigurlaug Margrét vítt og breitt yfir matarupplifunina í Kaupmannahöfn og fjallaði þá sérstaklega um gamlar krár sem hafa tekið litlum breytingum í gegnum tíðina, sem betur fer kann einhver að segja. Sumsstaðar hefur matseðillinn lítið sem ekkert breyst en aðrir staðir hafa farið í andlitslyftinu.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON