Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um költ og aðra sértrúarsöfnuði og taka fyrir kvikmyndina Martha Marcy May Marlene frá 2011. Eyvindur fjallar um gervigreind og hvernig íslensk fyrirtæki eru að nýta sér hana með umdeildum hætti, og tekur svo fyrir svokallaðar gervispilanir tónlistarfólks á streymisveitum. Kristján Atli ræðir mikilvægi þagnar fyrir hollt sálarlíf hverrar manneskju. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.