Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir rímnatónleikum þar sem fluttir verða mansöngvar úr Segulböndum Iðunnar, og 12. ríma úr Íslandssögu fyrir byrjendur. En það er ekki víst að allir viti hvað þetta er, því ætla þau Pétur Húni Björnsson og Bára Grímsdóttir að komu í þáttinn og sögðu frá og Pétur kvað rímur í beinni.
Hjónin María Hjálmarsdóttir og Jesper Sand Poulsen settu auglýsingu á Facebook þar sem þau óskuðu eftir aupair og báðu vini sína í Danmörku að deila henni. Þau vissu ekki hverjar undirtektirnar yrðu, en það er skemmst frá því að segja að þau hafa ekki undan við að fara yfir umsóknirnar því auglýsingunni hefur nú verið deilt yfir 7000 sinnum og þau hjónin enduðu meira að segja í viðtali á dönsku útvarpsstöðinni DR P4 vegna málsins. Við hringdum í Maríu í þættinum.
Á Heilsuvaktinni í dag segir frá sumarbúðum fyrir börn sem hafa misst foreldri, sem Heiðrún Jensdóttir hefur haldið ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur, sóknarpresti í Garðabæ. Heiðrún hefur persónulega reynslu af sorg og hvernig hún hefur áhrif á börn. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson