Mannlegi þátturinn

Kvenfélagasambandið 90 ára, notuð húsgögn og flugverkfræðingur


Listen Later

Kvenfélagasamband Íslands er 90 ára um þessar mundir. Við fengum Guðrúnu Þórðardóttur, forseta sambandsins og Jenný Jóakimsdóttur, starfsmaður sambandsins, til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá starfi þess og sögu. Við forvitnuðumst um hver þróun kvenfélaganna hefur verið í gegnum tíðina og hvað stendur til að gera í tilefni 90 ára afmælisins. Söfnunarreikningur í tilefni 90 ára afmælisins er: 0513-26-200000, kt. 710169-6759
Við erum að skoða nytjamarkaði þessa dagana, hvað er að seljast af notuðum húsgögnum, hvað selur Antiksalinn helst í dag og hvað er vinsælast hjá Góða Hirðinum og hvað vill hann fá í sitt hús. Þessi markaður notaðra húsgagna og hluta, gengur í gegnum tískubylgjur og misgóð tímabil. Núna virðist unga fólkið koma í meiri mæli til að velja notað og það er partur af lífsstíl sem gengur út á að velja notað og stuðla að umhverfisvernd. Við heimsóttum Góða Hirðinn í gær og í dag skoðuðum við verslun með notuð húsgögn, Notað og nýtt á Smiðjuveginum og töluðum við Arnar Laufdal Aðalsteinsson.
Við fengum fimmta innslag Daníels Ólasonar um flughræðslu í þættinum í dag. Hann hélt áfram að spyrja fagfólk spurninga sem hafa brunnið á honum tengdar hans eigin flughræðslu sem hann hefur glímt við í gegnum tíðina. Í síðasta þætti talaði hann við flugvirkja, en í pistli dagsins ætlar vildi hann vita hvernig flughræðsla horfir við verkfræðingunum sem hanna flugvélarnar. Til að svara þeim spurningum hringdi hann til Bandaríkjanna og talaði við Snorra Guðmundsson, doktor í flugverkfræði sem starfar sem prófessor við Embrey-riddle flugháskólann á Flórída.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners