Kvenfélagasamband Íslands er 90 ára um þessar mundir. Við fengum Guðrúnu Þórðardóttur, forseta sambandsins og Jenný Jóakimsdóttur, starfsmaður sambandsins, til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá starfi þess og sögu. Við forvitnuðumst um hver þróun kvenfélaganna hefur verið í gegnum tíðina og hvað stendur til að gera í tilefni 90 ára afmælisins. Söfnunarreikningur í tilefni 90 ára afmælisins er: 0513-26-200000, kt. 710169-6759
Við erum að skoða nytjamarkaði þessa dagana, hvað er að seljast af notuðum húsgögnum, hvað selur Antiksalinn helst í dag og hvað er vinsælast hjá Góða Hirðinum og hvað vill hann fá í sitt hús. Þessi markaður notaðra húsgagna og hluta, gengur í gegnum tískubylgjur og misgóð tímabil. Núna virðist unga fólkið koma í meiri mæli til að velja notað og það er partur af lífsstíl sem gengur út á að velja notað og stuðla að umhverfisvernd. Við heimsóttum Góða Hirðinn í gær og í dag skoðuðum við verslun með notuð húsgögn, Notað og nýtt á Smiðjuveginum og töluðum við Arnar Laufdal Aðalsteinsson.
Við fengum fimmta innslag Daníels Ólasonar um flughræðslu í þættinum í dag. Hann hélt áfram að spyrja fagfólk spurninga sem hafa brunnið á honum tengdar hans eigin flughræðslu sem hann hefur glímt við í gegnum tíðina. Í síðasta þætti talaði hann við flugvirkja, en í pistli dagsins ætlar vildi hann vita hvernig flughræðsla horfir við verkfræðingunum sem hanna flugvélarnar. Til að svara þeim spurningum hringdi hann til Bandaríkjanna og talaði við Snorra Guðmundsson, doktor í flugverkfræði sem starfar sem prófessor við Embrey-riddle flugháskólann á Flórída.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON