Kvennasögusafn Íslands fagnaði 45 ára afmæli sínu þann 1. janúar 2020. Safnið var stofnað 1. janúar 1975, á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna. Hápunktur kvennaársins á Íslandi var án efa Kvennafrídagurinn 24. október, en öll gögn sem tengjast honum voru afhent á Kvennasögusafn til varðveislu. Við fengum Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, sagnfræðing og sérfræðing á Kvennasögusafninu í þáttinn í dag.
Dansarinn og gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir hefur kennt og unnið með dans og hreyfingu í fjölda ára. Hún stendur þessa dagana fyrir námskeiðum í dansflæði þar sem hún prófar nýja hluti sem hún tileinkaði sér í dansinum eftir ársdvöl á Spáni. Anna kom í hljóðverið á Akureyri og spjallaði við okkur um flæði og frelsið í dansinum.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins sagði hann frá hetjudáð ungs manns frá Senegal, áramótagleðinni á Costa Blanca og ennfremur frá væntingum og vonum Spánverja á nýju ári.
UMSJÓN GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON