Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur? Einmitt þá er ómótstæðilegt að reima á sig gönguskóna og ganga inn í bjarta nóttina, segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem í sumar mun leiða kvöldgöngur á vit sumarnæturinnar þar sem fólk getur andað að sér gróðurmagni og orku og virt fyrir sér grös og steina. Um leið verða rifjaðar upp sagnir og fróðleikur um lífið í okkar fallega landi, eftir því sem við á. Ólína kom í þáttinn í dag.
Hugi Garðarsson, 21 árs, lagði af stað frá Krabbameinsfélaginu Skógarhlíð í gær kl.14 en hann ætlar að ganga hringinn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu í sumar, til minningar um ömmu sína sem lést úr krabbameini árið 2014. Hugi gerir ráð fyrir að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3.000-3.500 kílómetra. Hugi mun ganga með hjólbörur hringinn og Í þeim geymir Hugi allt sem hann þarf til ferðalagsins, tjald, svefnoka, matarbirgðir, bækur og gítar sem hann spilar á daglega. Við slógum á þráðinn til Huga í þættinum.
Það er ekki föstudagur í dag, en við ræddum samt um það að fasta í þættinum. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir fastar reglulega og losar út eiturefni í líkamanaum. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri fastað á einn eða annan hátt. Kolbrún kom í þáttinn og gaf góð ráð og fræddi okkur um kosti þess að fasta.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON