Mannlegi þátturinn

Kynjamunur í fíknivanda, Alvöru búðin og Bjarni lesandi vikunnar


Listen Later

Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur undanfarin ár bent á skort á mikilvægi kynjamunar í tengslum við fíknivanda og áföll í rannsóknum og skýringalíkönum á neysluvanda. Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn, er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura í vikunni í samvinnu Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Rótarinnar, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Jafnréttisstofu.Þær Kristín I. Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá RIKK og Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði komu í þáttinn og sögðu frá ráðstefnunni.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali, en hann undirbýr nú viðburð um Njálu sem verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem við fengum hann til að segjafrá. Svo auðvitað fengum við að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
Og hann var ekki eini Árnesingurinn sem kemur við sögu í þessum þætti - því við heimsóttum afar forvitnilega verslun á Selfossi sem heitir Alvöru búðin - og reyndar heitir hún ekki bara Alvörubúðin heldur líka hannyrðabúðin og er elskuð af viðskipavinum um allt land. Þar ráða ríkjum þær Alda Sigurðardóttir og Þóra Þórarinsdóttir.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners