Share Landsbjargarvarpið
Share to email
Share to Facebook
Share to X
By Slysavarnafélagið Landsbjörg
The podcast currently has 10 episodes available.
Víði Reynisson þarf ekki að kynna fyrir neinum enda því sem næst daglegur gestur á skjánum á Covid tímum. Í þættinum er minna spjallað um Covid og meira um leið hans í starf hjá Almannavörnum, fjölskylduna og björgunarsveitarstarfið.
Í febrúar árið 2006 voru ferðalangar að norðan á leið um Hofsjökul á þremur jeppum. Einn þeirra féll niður í sprungu, klemmist saman á þrjátíu metra dýpi með þeim afleiðingum að annar sá sem var í bílnum lést en hinn er fastur, getur sig hvergi hreyft. Friðfinnur Freyr Guðmundsson og Guðmundur Guðjónsson segja okkur sínar sögur úr þessu krefjandi útkalli.
Rolando Diaz segir magnaða sögu sína en hann flúði heimaland sitt í skugga morðhótana. Gekk í björgunarsveit á Vestfjörðum og flutti svo í Borgarfjörð þar sem hann starfar í Björgunarsveitinni Heiðari og Björgunarhundasveit Íslands.
Örn Smárason er verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, hann kemur úr björgunarsveitarfjölskyldu og ekki óalgengt að verði útkall á matartíma sitji enginn eftir. Hann segir okkur frá risastóru skrefi í sjóbjörgun hérlendis sem er endurnýjun björgunarskipa á landsvísu.
Þann 19. mars hófst gos rétt norðaustan við Grindavík. Otti Sigmarsson er einn þeirra fjölmörgu í björgunarsveitinni Þorbirni sem hefur staðið vaktina og segir okkur aðeins frá starfi björgunarfólks fyrstu fjórar vikurnar.
Í þessum þætti sest Arna Björg, skólastjóri Björgunarskólans við hljóðnemann og segir okkur frá starfi skólans. Í lok þáttar kíkjum við í Sögukistuna og heyrum af Frú Guðrúnu sem svo sannarlega má kalla kvenréttindakonun með slysavarnahjarta.
Rætt við Smára Sigurðsson um félagsmál, vélsleðamennskuna, hörmulegt vélsleðaslys í Garðsárdal árið 2004 en síðast en ekki síst um atvikið þegar hann sjálfur grófst undir snjóflóði fyrir nokkrum árum.
Ingimundur Magnússon hefur í áratugi starfað að björgunarhundamálefnum og segir okkur í þessum þætti frá starfinu en um þessar mundir á Björgunarhundasveit Íslands 40 ára afmæli. Í lok þáttar kíkjum við í Sögukistuna og heyrum hvernig forveri Hjálparsveitar skáta í Reykjavík kom að loftvörnum í seinni heimsstyrjöldinni.
Rætt við Erlu Rún Guðmundsdóttir um fyrstu árin í björgunarsveit, starfið, erfiðu útköllin og þau sem enda vel.
Um klukkan fjögur að nóttu þann 26. október árið 1995 féll snjóflóð á Flateyri og gróf niður allnokkur hús og létust þar 20 manns. Jón Svanberg Hjartarson björgunarmaður og lögreglumaður var einn af þeim sem var í forsvari fyrir björgunaraðgerðir. Hann rifjar upp með okkur fyrstu klukkustundirnar í þessum harmleik sem hafði mikil áhrif á hann eins og flesta sem að komu.
The podcast currently has 10 episodes available.