Í febrúar árið 2006 voru ferðalangar að norðan á leið um Hofsjökul á þremur jeppum. Einn þeirra féll niður í sprungu, klemmist saman á þrjátíu metra dýpi með þeim afleiðingum að annar sá sem var í bílnum lést en hinn er fastur, getur sig hvergi hreyft. Friðfinnur Freyr Guðmundsson og Guðmundur Guðjónsson segja okkur sínar sögur úr þessu krefjandi útkalli.