Fimmtándi þáttur Leikjavarpsins er tileinkaður Xbox Series X/S og PlayStation 5 og ræða þeir Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Rósinkrans um verð, væntingar og útgáfu en leikjatölvurnar eru væntanlegar í verslanir í nóvember á þessu ári.
Sveinn segir frá hinum syndsamlega heimi sem er að finna í Crusader Kings 3 og Bjarki tekur upp geislasverð í sýndaheimi og fjallar um Vader Immortal.
Þess má geta að þessi þáttur var tekinn upp í beinu streymi sem sýnt var á Facebook Live.
Efni þáttarins:
• Xbox Series S og X
• Crusader Kings 3
• Vader Immortal
• PlayStation 5
Mynd: Xbox Series S, PlayStation 5, Vader Immortal og Crusader Kings 3
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)
Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License
creativecommons.org/licenses/by/3.0/