Share Tölvuleikjaspjallið
Share to email
Share to Facebook
Share to X
By Podcaststöðin
5
11 ratings
The podcast currently has 224 episodes available.
Klárlega einn af leikjum ársins.
Þáttur vikunnar er um DRAGON AGE VEILGUARD! Fjórði leikurinn í ansi stórri seríu. Margt að ræða og Arnór Steinn og Gunnar gera sitt besta.
Hvað fannst þér um Veilguard?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Ybba.is
Þegar 23 ára gamall leikur er endurgerður er það algjör guðsgjöf að hafa einhvern sem spilaði upprunalega leikinn við útgáfu.
Okkar eini Óli Jóels mætir í sett og spjallar við Arnór Stein um þessa stórgóðu endurgerð.
Hvaða endi fengu þeir í leiknum? Hvað þýða allar þessar óvinatýpur? Meikar sagan einhvern sens?
Mikilvægasta spurningin er auðvitað: er leikurinn þess virði?
Í stuttu máli: JÁ
Takk Óli fyrir komuna!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Það er margt sem gerist á tíu árum. Tré vaxa, leikjatölvukynslóðir hefjast og klárast og leikir - oftast allavega - koma út.
Star Citizen var kynntur árið 2012 og átti að koma út 2014.
Hann er ekki enn kominn út. Búið er að safna um 700 milljón dollurum fyrir framleiðsluna á Kickstarter.
Aftur: Leikurinn Er Ekki Kominn Út.
Arnór Steinn og Gunnar ræða þetta áhugaverða verkefni í þætti vikunnar. Eigum við að prófa Star Citizen og gera þátt? Endilega segið okkur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Nei djók.
Hlustendur vita alveg að Arnór Steinn og Gunnar eru ekki í þessu asnalega menningarstríði.
Þáttur vikunnar fjallar um "woke listann" sem einhverjir gaurar settu saman, yfir 1536 leiki (já, 1536) þar sem þeir eru flokkaðir eftir því hversu woke þeir eru.
Við stökkvum aðeins yfir þennan lista og tölum aðeins um hvað "woke" er.
Er woke gagnrýni á samfélagið? Eða eru karlmenn pirraðir yfir því að karakterar fylgja ekki lengur óraunhæfum staðalmyndum útlitslega séð?
Allt þetta og meira í stórskemmtilegum þætti!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Spooky season er byrjað og þá þýðir ekkert annað en að setja bleyjur á Arnór Stein og Gunnar og henda þeim í Until Dawn.
Ískaldur dagur í helvíti í dag. Arnór Steinn fílar ANNAN fótboltatölvuleik.
EA FC 25 er ræddur í þætti vikunnar. Gunnar talar um manager career og Arnór Steinn tekur player career í nösina. Nei, hann spilar ekki sem defensive central midfielder aftur.
Hvað finnst ykkur um EA FC 25? Betri en í fyrra? Alveg eins? Látið okkur vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Þú hefur eitt markmið - komast yfir þessa tíu jarda .. af einhverjum ástæðum.
Arnór Steinn og Gunnar leggja í sitt metnaðarfyllsta verk til þessa:
MADDEN
Arnór veit EKKERT um Amerískan Fótbolta. Gunnar veit eitthvað. Hvað verður úr? Úffff ... snilld!
Ætlar þú í Madden 25?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hvað er góð endurgerð? Hvað er gott remaster?
Arnór Steinn og Gunnar pæla aðeins í þessu í þætti vikunnar. Það er slatti af endurgerðum að koma út og því áhugavert að kafa aðeins ofan í hugtakið.
Góðar endurgerðir, slæmar, meh, “fan made” og margt fleira í pökkuðum þætti.
Hver er þín uppáhalds endurgerð?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Viltu rifja upp sögu PlayStation í formi eins skemmtilegasta platform leiks ársins?
Astro Bot SPRINGUR fram á sjónarsviðið með ótrúlega skemmtilegri spilum, fjölbreyttum eiginleikum og frábærri grafík (vökva physics eru FRÁBÆR)
Arnór Steinn og Gunnar eru vægast sagt hrifnir. Við erum klárlega að tala um topp 3 stykki á árinu.
Astro Bot og hin vinsæla Astro Bot PS5 fjarstýring eru að sjálfsögðu til í Elko Gaming. Talandi um það ...
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Langar þig að vera skúrkur í Star Wars heiminum?
Það er heldur betur hægt í Outlaws.
Arnór Steinn og Gunnar ræða fyrstu hughrif af þessari tilraun Ubisoft til að gera nýjan og öðruvísi Star Wars leik.
Sölvi Santos er gestur vikunnar en hann streymir Outlaws á GameTíví rásinni alla miðvikudaga kl 20! Þátturinn hans heitir Skúrkur í skýjunum og er SNILLDAR tilvitnun í þýðingar Tölvuleikjaspjallsins!
Eruð þið óviss um Outlaws? Hlustið á þáttinn, kannski náum við að hafa einhver áhrif á skoðunina ykkar.
Tjékkið á Sölva, hann er @solvisantos á bæði TikTok og Twitch, og tjékkið að sjálfsögðu á þættinum hans Skúrkur í skýjunum á GameTíví alla miðvikudaga kl 20!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
The podcast currently has 224 episodes available.
3,031 Listeners
26,056 Listeners
3 Listeners
152 Listeners
225 Listeners
130 Listeners
24 Listeners
6 Listeners
26 Listeners
6 Listeners
10,746 Listeners
3,214 Listeners
12 Listeners
7 Listeners
4 Listeners