Kári Viðarson og Gréta Kristín Ómarsdóttir hafa unnið nýtt leikverk í samstarfi við Kvennaathvarfið þar sem sem fjallað um ofbeldi innan náinna sambanda og á að varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins og samskipti fólks á milli. Þau hafa eytt undanförnu ári í rannsóknarvinnu og Kári segir að þetta hafi verið lærdómsríkasta ferli sem hann hefur tekið þátt í. Við heyrum í Kára í þættinum, en þau ætla að ferðast með sýninguna um landið og bjóða uppá ókeypis sýningar.
Bæjarnöfn eru mörg sérstök og stundum er erfitt að átta sig á hvað liggur að baki nafngiftinni. Eitt slíkt bæjarnafn er hér í Strandabyggð, þar er bærinn Þorpar. KE hitti Jónínu Pálsdóttur sem er fædd og uppalin í Þorpum og ræddi við hana um bæjarnafnið og ýmislegt annað.
Lesandi vikunnar í þetta sinn er Kristjana Stefánsdóttir söngkona, við fáum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR