Mannlegi þátturinn

Líknarmeðferð, svefnleysi og forræðisdeilur


Listen Later

Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er árviss viðburður sem verður haldinn nú á laugardaginn. Við fræddumst um þennan dag, líknarmeðferðir og þema dagsins í ár, en þær Arna Dögg Einarsdóttir, sérfræðilæknir í lyf- og líknarlækningum og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, komu í þáttinn, en þær eru báðar frá Lífinu - Samtökum um líknarmeðferð og starfa báðar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið um mikilvægi svefns þar sem hún talar meðal annars um sjúkdóminn Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Hún talar í greininni sérstaklega um mikilvægi nægs svefns hjá ungu fólki og hvernig hægt er að aðstoða þau við að fá nægan svefn. Lára fræddi okkur um þetta í þættinum.
Við héldum áfram umfjöllun okkar um forsjármál og forræðisdeilur, þegar foreldrar barna lenda í deilum og ná ekki samkomulagi um umgengni og forsjá barna sinna. Þessi mál eru gríðarlega viðkvæm og margslungin. Við leituðum til Gunnars Hrafns Birgissonar, doktors í klínískri sálfræði hjá Háskóla Íslands, sem hefur mikla reynslu í því að koma að sáttum í slíkum málum sem hann deildi með okkur í þættinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners