Mannlegi þátturinn

Ljósið, banna snjalltæki og Norðurslóðasýningin


Listen Later

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu kom í þáttinn.
Fjarðabyggð hefur tekið ákvörðun um að banna börnum að nota sín eigin snjalltæki á skólatíma. Nokkur umræða hefur verið um þetta bann en veigamestu rökin fyrir ákvörðun fræðslunefndar um að mæla með banni komu úr sérfræðiáliti sálfræðinga hjá Skólaskrifstofu Austurlands. Þeir mæltu eindregið með banni í ljósi rannsókna á áhrifum snjalltækjanotkunar. Við hringdum austur í Neskaupsstað í Sigurð Ólafsson, félags- og mannauðssérfræðing og formann fræðslunefndar Fjarðabyggðar í þættinum.
Það eru mörg skemmtileg söfn á Akureyri, Flugsafn, Mótórhjólasafn, Iðnaðarsafn, Minjasafn, Leikfangasafn og svo auðvitað nýopnað endurbætt Listasafn. Enn eitt safnið bættist í flóruna fyrir tæpum tveimur árum, Lísa Páls heimsótti Norðurslóðasýningu Arngríms Jóhannssonar flugstjóra í þættinum í dag.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners