Share Mæk Boiz
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Strákarnir kveðja á viðeigandi hátt með tekjuhæstu mynd frá upphafi.
Takk fyrir okkur.
Tímasetningar:
00:00-11:15 - Almennt spjall um Endgame
11:16-46:35 - Fyrsti partur
46:36-1:14:30 - Time heist
1:14:31-1:43:00 - Big Battle og Endalok
1:43:01- 2:10:00 - Umræður, umsögn og lokaorð
Strákarnir að tala um Marvel, kemur á óvart. Í þessum þætti er farið yfir nokkra þætti sem strákarnir horfðu á, plötuna DÖGUN eftir Herra Hnetusmjör og Huginn og plötuna When I Get Home eftir Solange. En aðallega spjalla þeir um ævintýri Captain Marvel á tíunda áratugnum en þeir fá líka sannan kaftein sem gest.
Instagram @maekboiz | @daniel_kari96 |
Fyrir ári síðan prufukeyrðu drengirnir hlaðvarpsleikinn og spáðu í Óskarnum, margar villur og vitleysur komu upp en þessi þáttur er mjög viðeigandi í verðlaunatímabilinu!
Fyrir ári síðan prufukeyrðu drengirnir hlaðvarpsleikinn og ræddu risastóru Marvel myndina Black Panther. Upp kom tónlistin, hönnun og concept myndarinnar - en einnig Óskarsmöguleika myndarinnar, sem tími leiddi í ljós að var raunhæfur.
Stuttur og óvenjulegur þáttur í tilefni Óskarshelgarinnar 2019. Tæknilegir örðugleikar voru miklir en það var samt mikilvægt að gefa hann út enda skemmtilegt umfangsefni. Strákarnir ræða marga flokkana sem eru verðlaunaðir og giska á sínar uppáhaldsmyndir, gríptu penna og blað og vertu með að spá hver tekur heim sigurinn!
Hvernig smakkast þessi þáttur? Saltur.
Piltarnir ræða stuttlega um Punisher, Unbreakable Kimmy Schmidt ásamt The Favorite og Vice en aðalréttur þáttarins eru myndirnar The Green Book og Roma. Þessar myndir eru sigurstranglegar á Óskarnum og voru þetta því óska myndir til að ræða um.
Í tónlistarfréttum var helst Grammys og Hlustendaverðlaunin en einnig voru upprennandi íslenskir tónlistarmenn að gefa frá sér stuttmyndir.
Instagram | @maekboiz |
Vilhelm Neto | @villineto |
Ó nei! Flugdrekinn minn hvarf í himninum, hver getur hjálpað mér! Nú auðvitað vinalega hverfis Mary Poppins sveiflar sér inn og bjargar málunum.
Í þessum þætti tala drengirnir um tvær æsispennandi myndir sem við heilluðumst að í æsku en eru núna komnar aftur í nýjum snúningi. Glænýjir Netflix þættir voru einnig ræddir, þar á meðal "ÞÚ", Óheppileg Röð af Atburðum og Kynfræðsla, þó það sé ekki venjan að tala alltaf um þætti af þessari streymingarveitu.
Verðlaunahátíðin Gyllti Hnötturinn var einnig rædd og hverjir voru sigurvegarar kvöldsins, einnig svöruðu snilldargestir spurningum að vanda. Takk aftur Beggi Ólafs og Arnór Sveinn.
Instagram @maekboiz | @BeggiOlafs & @ArnorSveinn | @Aglarun | Millivegurinn finnst á iTunes Podcasts
Með nýju ári koma breytingar, hryllilegar og fallegar! Í nýjum og ferskum þætti frá Mæk Boiz ræða þeir um Fuglaskrínið, Fagra Piltinn og Ófreskjuna í tölvuleiknum. Óvænt áheyrsla er lögð á streymingarveituna Netflix, sem mun líklega ekkert linna með komandi ári.
Þessi þáttur er í óhefðbundnum anda en þó eru margir hlutir á sínum stað, þar á meðal góður gestur að vana.
Instagram @maekboiz | Anton Líni @anton_hreidars
Jólaþáttur Mækboiz er með ögn breyttu sniði en þó eru helstu hlutirnir til staðar. Í honum er farið yfir bestu jólamyndirnar, jólalögin og kvartað undan verkum annara, ef það kemur þér ekki í hátíðarskapið þá gerir það ekkert.
Ekki er gestur í þessum þætti nema jólaandinn sjálfur með jólaútgáfu af titillagi Mækboiz.
Gleðilega hátíð frá Mækboiz | Instagram @maekboiz
Enn á ný ræða piltarnir um úrval mynda, þar af tvær á Netflix. Í þessum þætti fer umræðan úr frumskóginum, til Boston en þó helst í Villta Vestrið. Þessar þrjár spennandi nýju myndir eru Ekkjurnar, Móglí eftir Andy Serkis og auðvitað nýja smásögu myndin eftir Coen bræðurna.
Einnig svarar Dr. Gunni nokkrum spurningum á einstakan og skemmtilegan hátt og strákarnir ræða tónlist og myndir ársins.
The podcast currently has 23 episodes available.