Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn Magni Ásgeirsson. Hann var í hljóðveri RÚV fyrir norðan og sagði frá uppvextinum á Borgarfirði Eystra, skólagöngunni og hvenær og hvernig tónlistin kom inn í hans líf og söngvarinn Magni varð til. Magni á von á sínu fjórða barni eftir nokkrar vikur, um það leyti sem hann fagnar fertugsafmælinu sínu svo það eru sannarlega tímamót framundan í hans lífi.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn talaði hún um að nýta afganga og að borða það sem til er í ísskápnum og svo gaf hún hlustendum uppskrift af tómata- og jarðaberjapasta.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson