Mannlegi þátturinn

Magnús Jónsson, Heilsuvera og vindmyllur


Listen Later

Magnús Jónsson, leikari og tónlistarmaður, lauk nýverið við fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd og nefnist hún Taka 5. Hún fjallar um ungan bónda sem dag einn ákveður að láta draum sinn rætast um að búa til bíómynd og rænir 5 listamönnum úr borginni til að aðstoða sig við það. Myndin er framleidd fyrir afskaplega lítinn pening í samanburði við flestar kvikmyndir í fullri lengd en hún er tekin á 9 dögum á Kollabæ, í Fljótshlíð. Magnús sagði frá þessari áhugaverðu reynslu í þættinum.
Heilsugæslustöðvar bjóða nú fólki að hafa samband við hjúkrunarfræðinga um netspjall í gegnum vefsíðuna Heilsuveru. Á síðunni er einnig hægt að panta tíma hjá læknum, endurnýja lyf og margt fleira. Heimsóknum á Heilsuveru hefur fjölgað verulega á árinu sem var að líða. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni og Inga Steinar Ingason, teymisstjóra á Miðstöð rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis um vefsíðuna Heilsuveru á Heilsuvaktinni í dag.
Til stendur, ef ekkert óvænt kemur uppá að byggja 35 vindmyllur á fjöllunum innaf af Garpsdal. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti bóndann í Garpsdal Hafliða Ólafsson og bað hann að segja frá þessum miklu framkvæmdum eins og þær líta úr frá hans sjónarhorni.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners