Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Magnús Þór Sigmundsson. Það eru tæpar tvær vikur í afmælistónleika hans í Háskólabíói tilefni þess að hann varð sjötugur 28. Ágúst síðastliðinn. Við spóluðum aftur í tímann með Magnúsi og fræddumst um uppvöxt hans í Ytri Njarðvík, hvað var brallað þar og hvenær tónlistin fór að láta á sér kræla hjá honum.
Sigurlaug Margrét Jónasdottir, besti vinur bragðlaukanna, kom í þáttinn með sitt vikulega matarspjall og í þetta sinn sagði hún frá kokkabók frá 1978 eftir Sigrúnu Davíðsdóttur sem heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri. Einnig voru ræddir sveppir í dós og fyrsta pizzan sem Sigurlaug bjó til, einmitt upp úr þessari bók.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson