UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
María Björk Guðmundsdóttir byrjaði að vinna á Íþróttadeild RÚV árið 2000, sem skrifta. Hún fór svo og menntaði sig í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Viborg í Danmörku og útskrifaðist þaðan 2009. Nú er hún útsendingarstjóri, dagskrárgerðarkona og framleiðandi á íþróttadeild RÚV, hún er nýkomin af námskeiði á vegum HBS broadcast academy, þar lærði hún meðal annars að það eru til margar leiðir til þess að miðla sögu íþróttaleiks í beinni útsendingu. María Björk kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um hennar starf.
Á þessum árstíma liggja flestir námsmenn yfir skólabókunum og taka mikilvæg próf, en því miður glíma sumir við prófkvíða sem getur verið afar hamlandi en sem betur fer hægt er að vinna gegn honum með aðstoð fagmanna, eins og td sálfræðinga. Einkenni prófkvíða geta bæði verið líkamleg og hugræn og við ræddum við Jóhönnu Kristínu Jónsdóttur sálfræðing um þetta í þættinum í ga.
Og lesandi vikunnar er Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Ragga Gísla hún sagði okkur frá bókunum sem hún heldur uppá og hefur lesið og hvað liggur á náttborðinu.