Gestir þáttarins eru tveir fyrrverandi lögreglustjórar - enda ekki vanþörf á að fá augu fagmanna á vinnulag Andra, Hinriku, Trausta og nú Sonju. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, settust niður og greindu öll smáatriði þáttarins og fóru jafnframt yfir misvafasamar aðferðir lögreglunnar sem beitt hefur verið í þáttaröðinni hingað til.
Ferskar kenningar um ábyrgð á morðinu á Ívari fengu að fljóta í þættinum og alveg ljóst að næstu tveir þættir, lokahnykkur seríunnar, verða einhver spennusprengja þar sem áhorfendum verður komið á óvart.