Þann 7. ágúst næstkomandi hefst ný þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Með okkar augum og er þetta sú níunda í röðinni. Þættirnir eru virkilega fjölbreyttir og skemmtilegir þar sem áhorfendur fá innsýn inn í líf fatlaðra og eins og nafnið segir til um, fá að sjá heiminn með þeirra augum. Mannlegi þátturinn hitti hópinn á Hótel Holti þar sem þau voru við upptökur og við ræddum við Andra Frey og Katrínu Guðrúnu, sem hafa verið með frá upphafi, Ásgeiri Tómasi sem hefur verið í þættinum í þrjú ár og svo kynntumst líka glænýjum meðlimum hópsins, þeim Magnúsi Orra og Elvu Björgu.
Jón Knútur Ásmundsson og Esther Ösp Gunnarsdóttir á Reyðarfirði standa að nýju hlaðvarpi sem þau kalla Heimsenda. Þau settu fyrsta þáttinn af Heimsenda í loftið í byrjun apríl, en nú eru þeir orðnir fjórir talsins. Flestir viðmælendur Heimsenda eru austfirskir og efnistökin eru fjölbreytt. Esther hefur verið dyggur hlustandi alls kyns hlaðvarpa á síðustu árum og hefur reynslu af dagskrárgerð fyrir útvarp. Þausegja að nafnið á hlaðvarpinu, Heimsendi sé af augljósum ástæðum, þau búi á hjara veraldar og heimurinn sé á heljarþröm. Við hringdum í Esther í þættinum í dag.
Splunkunýr Ratleikur fyrir alla fjölskylduna verður að veruleika næsta laugardag, þvert á Menningarhúsin í Kópavogi. Ólöf Breiðfjörð verkefnastjóri barnamenningar í Menningarhúsum Kópavogs hefur gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár og nú er ratleikurinn komin út á prenti á
íslensku, ensku og pólsku. Ólöf kynnti sér fjölbreytta leiki á söfnum erlendis og sótti námskeið í gerð ratleikja í Bretlandi og styrkur úr Safnasjóði hjálpaði til að
hrinda þessu í framkvæmd. Við hittum Ólöfu í Kópavoginum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON