Mannlegi þátturinn

Með okkar augum, hlaðvarpið Heimsendi og menningarratleikur


Listen Later

Þann 7. ágúst næstkomandi hefst ný þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Með okkar augum og er þetta sú níunda í röðinni. Þættirnir eru virkilega fjölbreyttir og skemmtilegir þar sem áhorfendur fá innsýn inn í líf fatlaðra og eins og nafnið segir til um, fá að sjá heiminn með þeirra augum. Mannlegi þátturinn hitti hópinn á Hótel Holti þar sem þau voru við upptökur og við ræddum við Andra Frey og Katrínu Guðrúnu, sem hafa verið með frá upphafi, Ásgeiri Tómasi sem hefur verið í þættinum í þrjú ár og svo kynntumst líka glænýjum meðlimum hópsins, þeim Magnúsi Orra og Elvu Björgu.
Jón Knútur Ásmundsson og Esther Ösp Gunnarsdóttir á Reyðarfirði standa að nýju hlaðvarpi sem þau kalla Heimsenda. Þau settu fyrsta þáttinn af Heimsenda í loftið í byrjun apríl, en nú eru þeir orðnir fjórir talsins. Flestir viðmælendur Heimsenda eru austfirskir og efnistökin eru fjölbreytt. Esther hefur verið dyggur hlustandi alls kyns hlaðvarpa á síðustu árum og hefur reynslu af dagskrárgerð fyrir útvarp. Þausegja að nafnið á hlaðvarpinu, Heimsendi sé af augljósum ástæðum, þau búi á hjara veraldar og heimurinn sé á heljarþröm. Við hringdum í Esther í þættinum í dag.
Splunkunýr Ratleikur fyrir alla fjölskylduna verður að veruleika næsta laugardag, þvert á Menningarhúsin í Kópavogi. Ólöf Breiðfjörð verkefnastjóri barnamenningar í Menningarhúsum Kópavogs hefur gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár og nú er ratleikurinn komin út á prenti á
íslensku, ensku og pólsku. Ólöf kynnti sér fjölbreytta leiki á söfnum erlendis og sótti námskeið í gerð ratleikja í Bretlandi og styrkur úr Safnasjóði hjálpaði til að
hrinda þessu í framkvæmd. Við hittum Ólöfu í Kópavoginum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners