Mannlegi þátturinn

Menningarferðir, gamalt aprílgabb og Óttar Proppé lesandi vikunnar


Listen Later

Það eru vissulega blikur á lofti í ferðaþjónustunni um þessar mundir en það eru líka tækifæri segir einn viðmælenda okkar í dag og vill horfa til nýrra markhópa og nota ný tækifæri. Fyrirtækið Reykjavík Culture Travel er ferðaþjónstufyrirtæki sem skipuleggur menningartengdar ferðir til Íslands. Óspillt náttúra og náttúrufegurð hefur hingað til verið helsta helsta aðdráttarafl ferðamanna, en við höfum svo mikið meira en náttúruna segir Örvar Már Kristinsson frá Reykjavik Culture Travel en þeirra helstu samstarfsaðilar eru t.d. Íslenska óperan, Sinfoníuhljómsveit Íslands, og hinar ýmsu listastofnanir á landinu. Örvar kom í þáttinn ásamt Margréti Líndal Steinþórsdóttur.
Í dag er 1. apríl. Við rifjuðum upp gamalt aprílgabb úr safni útvarpsins. Við fundum til gabb frá árunum 1966, 67, 70 og 71. Það er óhætt að segja að gabbið hefur breyst í gegnum tíðina. Fréttamenn RÚV og dagskrárgerðarfólk, t.d. í morgunleikfiminni, voru meðal þeirra sem stóðu að baki aprílgabbinu.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Óttar Proppé. Hann er mikill lestrarhestur, vann lengi vel hjá Máli og menningu, var söngvari í rokk- pönksveitum eins og Ham, Rass og Doktor Spock, fór svo í borgarstjórn með Besta flokknum, var alþingismaður og heilbrigðisráðherra fyrir hönd Bjartrar framtíðar og er nú aftur orðinn bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hans, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners