Þórey Mjallhvít er ekki stöng heldur myndhreyfill eða nei hvað kallast það. Hún er teiknari, teiknimyndagerari, rithöfundur, framleiðandi, leikstjóri og eiginlega bara allt sem þarf, sameinað í einn dúndurpakka. Hún er nú að vinna í ofurleynilegu verkefni sem ekkert má tala um. Svo við tölum ekkert um það og margt annað í þessum æsispennandi fyrsta þætti af Myndarsögum: Hlaðvarpinu