Mannlegi þátturinn

Næring, áföll og Gunnur Vilborg lesandi vikunnar


Listen Later

Heilsan er í fyrirrúmi í janúar í Mannlega þættinum. Heiða Björk Sturludóttir kom í þáttinn og fór yfir hvernig hægt er að létta lundina í skammdeginu með ýmsum ráðum í næringu ofl. Heiða er næringarþerapisti, umhverfisfræðingur, leiðsögumaður, jógakennari, sagnfræðingur og með meira próf.
Hvað gerist eftir að áfall á sér stað? Áföll geta verið mismunandi, allt frá því að einhver segir eitthvað sem brýtur þig niður og alveg yfir í slys, dauðsföll og hamfarir. Auðveldasta leiðin til að þekkja áföll, er að maður man slæma atburðinn eins og hann hefði gerst í gær. Þetta kallast spennuhlaðnar minningar, sem mikilvægt er að vinna úr. Sigurbjörg Sara Bergs, áfallasérfræðingur hjá Lausninni, kom í þáttinn
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gunnur Vilborg, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri útgáfunnar Bjarts og Veraldar. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners