Mannlegi þátturinn

Næring eldri borgara, óvinnufærni og vinnurými


Listen Later

Við fjölluðum um næringu eldri borgara í þættinum í dag en svokallað velferðarkaffi verður haldið á morgun á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í félagsmiðstöðinni Borgum við Spöng í Grafarvogi. Að þessu sinni verður fjallað um matarþjónustu velferðarsviðs og næringu eldri borgara. Ólöf Guðný Geirsdóttir dósent við matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands, sem sagði meðal annars frá rannsóknum um næringu eldri borgara og Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkur komu í þáttinn.
Geðraskanir er meginástæðan fyrir brotthvarfi úr framhaldsskóla, atvinnuleysi og örorkutengdum greiðslum á Norðurlöndunum. Nú standa yfir læknadagar í Reykjavík og í gær flutti Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK, erindi sem bar yfirskriftina “Er læknisvottorð um óvinnufærni ávísun á fátækt?“ Björk kom í þáttinn og sagði frá.
Hvað eru verkefnamiðuð vinnurými? Steinar Þór Ólafsson er nýr pistlahöfundur í Mannlega þættinum, en hann mun flytja pistla á næstunni undir heitinu Kontoristinn þar sem hann veltir fyrir sér hinum ýmsu hliðum þess að vinna á skrifstofum hverskonar, hefðbundnum og óhefðbundnum. Í fyrsta pistlinum sem var í þættinum í dag fjallaði hann um vinnurými, mismunandi stefnur og strauma, opin vinnurými, skilrúm og næði og fleira.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners