Mannlegi þátturinn

Níu líf Bubba, föstudagsgestur og brauðspjall


Listen Later

Föstudagsgest Mannlega þáttarins í þetta sinn þarf vart að kynna. Hann hefur verið einn vinsælasti, ef ekki sá alvinsælasti, tónlistarmaður þjóðarinnar í yfir fjóra áratugi. Í kvöld verður söngleikurinn Níu líf frumsýndur í Borgarleikhúsinu, sem er byggður á sögum og tónlist hans, þetta er auðvitað Bubbi Morthens. Og samkvæmt lýsingu á heimasíðu Borgarleikhússins er Bubbi samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Já Bubbi verður föstudagsgestur okkar í dag.
Það er föstudagur og þá er líka matarspjall, þar sem Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, verður með okkur ásamt Bubba Morthens. Hann ætlar að sitja áfram með okkur og spjalla um mat og brauðgerð í matarspjalli dagsins.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners