Mannlegi þátturinn

Notkun svefnlyfja, hverjir eru ráðherrarnir? Gjörunnin matvæli


Listen Later

Notkun svefnlyfja getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér og skert lífsgæði, sérstaklega eldra fólks, en í þeim hópi er notkun svefnlyfja mest. Rannsóknir sýna að langtímanotkun svefnlyfja sé gagnslaus, en þau geta haft alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsuna. Hildur Þórarinsdóttir formaður Félags íslenskra öldrunarlækna og Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá mikilvægi þess að minnka svefnlyfjanotkun og herferðinni „Sofðu vel“.
Við skruppum svo út með hljóðnemann og spurðum fólk á förnum vegi hvort það þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni og í hvaða ráðuneyti þau eru. Svörin voru áhugaverð og ljóst að ekki allir eru með þetta á hreinu, ríkisstjórnin er þó auðvitað ekki búin að starfa mjög lengi.
Gjörunnin matvæli eru að öllu jöfnu orkurík vegna mikils magns sykurs og/eða fitu en þetta mikla magn lækkar hlutfall mikilvægra næringarefna á móti. Þetta eru matvæli sem oft eru kölluð skyndifæða og ýmis efni eins og litarefni og sætuefni eru notuð til að gera matvælin girnileg. Við heyrðum í dag viðtal sem Helga Arnardóttir tók við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi um gjörunnin matvæli. Viðtalið var áður í þættinum í júní í fyrra.
Tónlist í þættinum í dag:
Riddarar kærleikans / GDRN (Dagmar Helga Helgadóttir og Valgerður Rakel Rúnarsdóttir)
Serendpity / Laufey (Laufey & Spencer Stewart)
I’m a believer / The Monkees (Neil Diamond)
All I Have to do is Dream / The Everly Brothers (Boudleaux Bryant)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners