Mannlegi þátturinn

Oddskarðsgöng, Schola Cantorum og snjallsímanotkun foreldra


Listen Later

Fyrir tveimur og hálfu ári fékk Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, ung Norðfirsk stúlka þá hugmynd að eftir lokun Oddsskarðsganga væri gaman að fá fólk til þess að skrifa nafnið sitt á veggi þeirra. Hún hefur búið í Neskaupstað alla tíð og Oddsskarðsgöngin því órjúfanlegur hluti af hennar lífi eins og annarra íbúa. Hún sendi hugmyndina til þáverandi bæjarstjóra og nú tveimur árum síðar er verkefnið komið á fleygiferð, við hringdum í Alexöndru Ýr og heyrðum líka í Körnu Sigurðardóttur forstöðumann Menningarstofu Fjarðarbyggðar.
Kammerkórinn SCHOLA CANTORUM var stofnaður árið 1996 af stjórnandanum Herði Áskelssyni. Í kórnum eru að jafnaði 16 atvinnusöngvarar. Kórinn hefur verið mikilvirkur í frumflutningi tónverka eftir íslensk tónskáld og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum og hlaut tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2016. Í hádeginu á föstudag munu þau meðal annars frumflytja tvö verk úr smiðju kórfélaga auk þess að syngja hugljúf jólalög úr ýmsum áttum. Við hringdum í Lilju Dögg Gunnarsdóttur, kórfélaga í kórnum, í þættinum í dag.
Of mikil snjallsímanotkun foreldra ungra barna getur flokkast sem tegund af vanrækslu og haft áhrif á hvernig börnin þróa samskiptahæfileika sína. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir segir að foreldrar séu að vakna til vitundar um hvaða áhrif þeirra eigin símanotkun hefur á börnin. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sæunni á Heilsuvaktinni í dag.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners