Á sunnudaginn verður 10. og lokaþáttur Ófærðar sýndur í sjónvarpinu. Undanfarna 9 sunnudaga hafa farið fram líflegar umræður á facebook síðu rithöfundarins Gerðar Kristnýjar sem hún kallar Ófærðarstofuna. Þar hefur mikill fjöldi áhorfenda Ófærðar skipst á skemmtilegum athugasemdum og kenningum tengdum þáttunum en mörg hundruð athugasemdir hafa komið við hverja færslu þar sem jafnvel leikarar og höfundar þáttarins hafa blandað sér í umræðuna. Í tilefni af lokaþættinum fengum við Gerði Kristnýju ásamt Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Neskirkju, sem hefur tekið virkan þátt í Ófærðarstofunni, í þáttinn til þess að fara yfir stöðuna, skemmtilegar athugasemdir og kenningar.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna er stödd í Þýskalandi, en það stöðvaði hana ekki í að vera með matarspjall í þættinum í dag. Við hringdum í hana þar sem hún er stödd í Munchen og heyrðum af pylsum, sinnepi, súrkáli og heimsókn hennar á ítalska veitingastaðinn Eataly (eða Átalíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar).
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON