Mannlegi þátturinn

Ófærðarstofan í beinni og Átalía


Listen Later

Á sunnudaginn verður 10. og lokaþáttur Ófærðar sýndur í sjónvarpinu. Undanfarna 9 sunnudaga hafa farið fram líflegar umræður á facebook síðu rithöfundarins Gerðar Kristnýjar sem hún kallar Ófærðarstofuna. Þar hefur mikill fjöldi áhorfenda Ófærðar skipst á skemmtilegum athugasemdum og kenningum tengdum þáttunum en mörg hundruð athugasemdir hafa komið við hverja færslu þar sem jafnvel leikarar og höfundar þáttarins hafa blandað sér í umræðuna. Í tilefni af lokaþættinum fengum við Gerði Kristnýju ásamt Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Neskirkju, sem hefur tekið virkan þátt í Ófærðarstofunni, í þáttinn til þess að fara yfir stöðuna, skemmtilegar athugasemdir og kenningar.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna er stödd í Þýskalandi, en það stöðvaði hana ekki í að vera með matarspjall í þættinum í dag. Við hringdum í hana þar sem hún er stödd í Munchen og heyrðum af pylsum, sinnepi, súrkáli og heimsókn hennar á ítalska veitingastaðinn Eataly (eða Átalíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar).
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners