Mannlegi þátturinn

Ofnæmi, hvað er lýðveldi og Hvað er í matinn?


Listen Later

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í nóvember með yfirskriftinni Fullveldi Íslands í 100 ár: Hugsjón og reynd. Fondaröðin tengist útgáfu bókarinnar Frjáls og fullvaldaríki: Ísland 1918-2018 og tilgangur fundanna er að taka til umræðu fullveldishugmyndina í íslenskum stjórnmálum, þýðingu fullveldis fyrir samfélagsþróun á Íslandi og spurninguna um hvort þrengt hafi verið að fullveldi Íslands á síðustu áratugum. Fyrsti fundurinn er í dag og ber hann yfirskriftina: Fullveldið í reynd: Hvaða gagn hafa Íslendingar haft af fullveldinu? Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði og ritstjóri nýju bókarinnar og Silja Bára Ómarsdóttir dósent í stjórnmálafræði komu í þáttinn.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður var að gefa út 3ju matreiðslubókina sína, Hvað er í matinn? Í bókinni gefur Jóhanna matarhugmyndir fyrir 9 vikur svo það verður líklega kærkomið fyrir marga að fletta í gegnum hana, enda oft mikil heilabrot um hvað á að vera í matinn á heimilum. Guðrún spjallaði við Jóhönnu í þættinum í dag.
Ofnæmi hefur aukist svo mikið á undanförnum árum að það er talað um faraldur í því sambandi. Astmi, heymæði og fæðuofnæmi eykst stöðugt og við því hefur ekki fundist afgerandi lækning. Rannsóknir benda hins vegar til þess að ónæmisfaraldurinn sé afleiðing af auknu þéttbýli í borgum og minnkandi tengslum við náttúrulegt umhverfi. Magnús R. Einarsson fjallaði um þetta í pistli dagsins.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners