Samkvæmt upplýsingum á síðu Landlæknisembættisins er ofnotkun svefnlyfja mikið vandamál á Íslandi, bæði eru of margir einstaklingar að nota svefnlyf, þau eru notuð of lengi og oft í of stórum skömmtum. Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis kom í þáttinn í dag.
Þann 11. nóvember var opnuð sýningin Strandir 1918 á Sauðfjársetrinu þar sem skyggnst er hundrað ár aftur í tímann og reynt að varpa ljósi á hvernig umhorfs var á Ströndum þetta viðburðarríka ár. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn á Sauðfjársetrið og hitti höfund sýningarinnar Jón Jónsson þjóðfræðing.
Í lokaverkefni við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands fjallaði Eva Margrét Jónudóttir um viðhorf íslenskra neytenda gagnvart hrossakjöti. Í niðurstöðu hennar kemur meðal annars fram að hrossa og folaldakjöt er ekki vera áberandi í verslunum og að einhvers konar tilfinningarök séu ástæða þess að margir neyta ekki hrossakjöts. Við spjölluðum um hrossakjöt í þættinum í dag.
Umsjón Magnús R. Einarsson og Gunnar Hansson