Mannlegi þátturinn

Óhóf, Háskólinn á Bifröst og Þórdís Lóa lesandi vikunnar


Listen Later

Á miðvikudaginn kemur fer fram Óhóf, en það er hugvekjandi uppspretta í nafni matarsóunar. Þetta er í annað sinn sem Óhófið er haldið í ár er Umhverfisstofnun í samstarfi við Loft HI Hostel, matreiðslumeistaranum Gísla Matt og Rakel Garðars í Vakandi. Rakel Garðarsdóttir kom í þáttinn og ræddi matarsóun.
Háskólinn á Bifröst verður 100 ára á þessu ári en hann var upphaflega stofnaður á grunni Samvinnuskólans 3. desember árið 1918 í Reykjavík. Skólinn var síðar fluttur á Bifröst árið 1955 og hefur verið starfræktur þar síðan. Í tilefni aldarafmælisins var sett saman fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í upphafi ársins og nú er komið að formlegum afmælisdegi þegar heilmikil dagskrá fer fram að Bifröst. Við hringdum í Leif Runólfsson, formann stjórnar og þann sem heldur utan um afmælishátíðina.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs. Við spurðum hana út í hvaða bækur eru á náttborðinu hennar, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners