Á miðvikudaginn kemur fer fram Óhóf, en það er hugvekjandi uppspretta í nafni matarsóunar. Þetta er í annað sinn sem Óhófið er haldið í ár er Umhverfisstofnun í samstarfi við Loft HI Hostel, matreiðslumeistaranum Gísla Matt og Rakel Garðars í Vakandi. Rakel Garðarsdóttir kom í þáttinn og ræddi matarsóun.
Háskólinn á Bifröst verður 100 ára á þessu ári en hann var upphaflega stofnaður á grunni Samvinnuskólans 3. desember árið 1918 í Reykjavík. Skólinn var síðar fluttur á Bifröst árið 1955 og hefur verið starfræktur þar síðan. Í tilefni aldarafmælisins var sett saman fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í upphafi ársins og nú er komið að formlegum afmælisdegi þegar heilmikil dagskrá fer fram að Bifröst. Við hringdum í Leif Runólfsson, formann stjórnar og þann sem heldur utan um afmælishátíðina.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs. Við spurðum hana út í hvaða bækur eru á náttborðinu hennar, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson