Mannlegi þátturinn

OsteoStrong, unnu Fjármálaleikinn og nýr bátur í Kokkálsvík


Listen Later

Við heyrðum af nýrri stöð, OsteoStrong, sem staðsett er í Borgartúni og býður uppá aðferð við að þétta bein með sérstöku Spectrum kerfi, sem eru 4 tæki, nokkurs konar líkamsræktartæki . Spectrum kerfið var fundið upp af Dr. John Jaquish, sem er höfundur bókarinnar „Osteogenic Loading“ en hann hefur flutt fjölda erinda á heimsþingi um beinþynningu og sat áður í stjórn American Bone Health sem eru samtök um beinheilsu í Bandaríkjunum. Nokkrar mínútur í tækjunum einu sinni í viku er nóg , segja hjónin Örn og Svanlaug sem opnuðu útbú á Íslandi í janúar sl. Mannlegi þátturinn skoðaði málið.
Tíundi bekkur Nesskóla í Neskaupstað fór með sigur af hólmi í Fjármálaleiknum 2019, spurningakeppni í fjármálalæsi. Alls tóku þrjátíu skólar á landsvísu þátt í leiknum að þessu sinni með samtals um 500 nemendur. Hver nemandi í bekknum þurfti að svara 60 fjölbreyttum krossaspurningum um fjármál. Við hringdum austur og heyrðum í Eysteini Þór Kristinssyni, skólastjóra Nesskóla og Ester Rún Jónsdóttur nemanda.
Þann 9. mars kom nýr bátur til hafnar í svokallaðri Kokkálsvík þar sem er hafnaraðstaða Drangsnesinga. Haldið var upp á daginn með pompi og prakt, og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, mætti á staðinn og spjallaði skipstjórann Ingólf Haraldsson, föður hans Harald Ingólfsson og Finn Ólafsson Oddvita, auk þess sem heyrðist í Óskari Torfasyni, framkvæmdastjóra útgerðarinnar á staðnum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners