Mannlegi þátturinn

Palli Papi, Pétur Grétarsson, íslensk tónlist og brauð


Listen Later

Föstudagsgestur í þetta sinn er potturinn og pannan í endurreisn Bæjarbíós í Hafnarfirði sem nú er orðið vinsæll tónleikastaður. Páll Eyjólfsson tónlistarmaður, oftast kallaður Palli Papi, var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag.
Í gær sendum við út dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Við héldum áfram á þeim nótunum í dag og heyrðum í Pétri Grétarssyni dagskrárgerðarmanni og tónlistarmanni sem hlaut Litla fuglinn, helstu viðurkenningu dagsins í gær.
Við heyrðum líka í Jakobi Frímanni sem er stjórnarformaður Samtóns og Gísla Marteini Baldurssyni, en þátturinn hans Vikan hlaut viðurkenningu í gær.
Og auðvitað var Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, með matarspjallið á sínum stað. Í dag talaði hún um brauð og Guðrún Kristjánsdóttir frá Systrasamlaginu var á línunni, en hún er mikil áhugamanneskja um brauðbakstur.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners