MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 17.APRÍL 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hrönn Sveinsdóttir skrifaði opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur í síðustu viku þar sem hún rekur sína upplifun af tregðu í kerfinu til að koma ellefu ára dóttur hennar, sem er með einhverfu, til aðstoðar og að nú sé svo komið að hún fái hvergi skólavist hér á landi. Hrönn kemur í þáttinn í dag og við ætlum að fræðast um sögu þeirra og hver staðan er í dag.
Við fáum póstkort frá Spáni frá Magnús R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir hann frá dymbilvikunni á Spáni, sem markar upphaf ferðamannatímans. Og í kjölfar ferðamannanna fylgja sölumenn, músíkantar, myndlistamenn og akróbatar. Hann segir ennfremur frá þingkosningum sem eru framundan á Spáni í lok mánaðarins og deilum Mexikóa og Spánverja um atburði sem áttu sér stað fyrir fimm hundruð árum.
Á þessum síðasta virka degi fyrir páska tökum við hinn almenna borgara, fólkið á götunni, vegfarandann sígilda...tali og við spyrjum einfaldlega: Hvað ætlar þú að gera yfir páskana ?