Arnar Pétursson var valinn langhlaupari ársins 2018 á Íslandi, hann hefur verið sigursælasti langhlaupari hér á landi í karlaflokki undanfarið og milli æfinga vinnur hann að bók sem um allt sem viðkemur hlaupum og hugmyndafræðinni á bakvið æfingarnar. Auk þess kennir hann fólki sem hefur áhuga á að ná árangri í hlaupum, og hvernig er hægt að verða góður hlaupari með tiltölulega einföldum hætti og án þess að meiðast. Við heyrum í Arnari í þættinum í dag.
Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur flutti hingað til lands seint á síðasta ári til að starfa sem talmeinafræðingur. Hún er menntuð í Danmörku og hefur starfað bæði í Noregi og Danmörku. Hún hefur sérhæft sig í raddmeinum en raddmein geta stafað af margvíslegum toga og haft mikil áhrif á líf fólks hvort sem það hefur atvinnu af röddinni eður ei.
Ljósmengun fer vaxandi um alla heimsbyggðina og vandamálin sem henni fylgja eru ekki bara þau að við sjáum ekki lengur Vetrarbrautina, heldur er ljósmengun talin ýta undir krabbamein, offitu, þunglyndi og fleiri skaðlega þætti vegna þess hún truflar líkamsklukkuna sem stjórnar miklu meiru í líkamsstarfseminni en áður hefur verið talið. Magnús segir okkur af nýjustu rannsóknum á ljósmengun og áhrifum hennar á líkamsklukkuna.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson