Við kíkjum í heimsókn hjá ÍRA í dag, það er þó ekki írski lýðveldisherinn, heldur íslenskir radíó amatörar. Amatör radíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt vísindalegt áhugamál. Sumir vilja þó halda því fram að amatör radíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag nær 5 milljónum og hér á landi hafa verið gefin út nær 500 leyfisbréf fyrir radíóamatöra. Við mæltum okkur mót við Sæmund E. Þorsteinsson í félagsheimili ÍRA og fengum hann til að fræða okkur um þetta.
Hátt á annað hundrað manns sem greinst hafa með alzheimers sjúkdóminn eru á biðlista eftir því að komast að í dagdvalarrými á höfuðborgarsvæðinu. Bið eftir því að komast í greiningu er átta til tíu mánuðir. Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna segir að auka þurfi þjónustu Heilsugæslunnar því bið eftir því að komast í greiningu og dagþjálfun sé allt of löng. Oft sé fólk orðið of veikt þegar það loksins kemst að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana á Heilsuvaktinni.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON