Ráf dagsins liggur um víðan völl, enda þrjár AuDHD konur við borðið. Sara Rós Kristinsdóttir, sem heldur úti fræðslu um einhverfu og fleira á fleiri en einum vettvangi (Lífsstefna á Instagram, hlaðvarpið 4 vaktin, Skólamálin okkar á fb, audhdsara á tiktok) er gestur þáttarins. Eva Ágústa er með hugleiðingu um glimmer og hrifnæmi.
Meðal stoppistöðva í ráfinu eru stimmhittingar (ættum við að starta svoleiðis?), monotropismi, nokkur plögg á góðu einhverfu-efni á vefnum, námsfýsi einhverfra og fleira og fleira.