Mannlegi þátturinn

Rannsaka matarsóun, Skárastaðamálið og myndlist sem má snerta


Listen Later

Umhverfisstofnun hefur í næstu viku ítarlega rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi árið 2019. Ríflega 1.000 heimili verða valin í slembiúrtaki og heimilisfólk beðið að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur verða beðnir að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Margrét Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kom í þáttinn og sagði frá.
Við forvitnuðumst um 160 ára gamalt sakamál, þar sem ungbarn dó með vofeiflegum hætti og annað barn hvarf og kom ekki í ljós hvernig sem leitað var. Skárastaðamálið í Húnavatnssýslu er umfjöllunarefni bókar sem Anna Dóra Antonsdóttir sagnfræðingur hefur skrifað og í bókinni er skyggnst í dómabækur og fleiri samtímaskjöl, framburði vitna gerð skil og lesið í eyður. Skárastaðamálið hefur lengi legið í þagnargildi en nú er þögnin rofin, stendur á bókarkápu. Anna Dóra kom í þáttinn.
Gerður Guðmundsdóttir opnar myndlistarsýninguna Skynjun - Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, en sýningin er sérstaklega hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga og öfugt við það sem gengur og gerist eru gestir hvattir til að snerta verkin. Gerður kom í þáttinn.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners