Mannlegi þátturinn

Reynir Þór í Helsinki, Garðar eldar fyrir lávarðadeildina og fransbrau


Listen Later

Reynir Þór Eggertsson framhaldsskólakennari og Eurovisionsérfræðingur með meiru hélt til Helsinki í Finnlandi haustið 2017 þar sem hann tók við stöðu lektors í íslensku við Háskólann í Helsinki. Reynir er með doktorspróf í norrænum fræðum en hafði sinnt kennslu í dönsku og íslensku við Menntaskólann í Kópavogi síðan hann útskrifaðist árið 2009. Þar áður lauk hann kennaranámi frá Kennaraháskólanum, með dönsku og stærðfræði sem aðalfög, og sinnti grunnskólakennslu í nokkur ár. Nú er sá tími ársins að Eurovisionkeppnin minnir á sig, forkeppnin hér heima er framundan næstu vikur og Reynir er örugglega farin að huga að keppninni á einhvern hátt og mun sennilega fylgjast vel með undankeppninni í Finnlandi. Reynir var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn hringdum við í Garðar Agnarsson í London, en hann er kokkur í lávarðadeildinni í breska þinginu. Við spurðum hann út í starfið, breskan mat og þorrablót Íslendinga sem haldið verður í salarkynnum lávarðadeildarinnar. Að lokum var rætt töluvert um fransbrauð.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners