Kristín Maríella Friðjónsdóttir er fiðluleikari sem býr á Balí og hefur haldið 75 námskeið á tveimur árum, í Singapúr og hér á landi, um virðingaríkt tengslauppeldi eða RIE. En hvað er það? Kristín kom í þáttinn í dag og sagði frá.
Á miðvikudaginn verður bókakvöld á Kaffi Bismút þar sem systurnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur ætla að lesa brot úr nýútkomnum skáldsögum sínum. Kamilla er eldri, hún lærði sagnfræði í Háskólanum, en Júlía Margrét hefur meistaragráði í kvikmyndahandritsskrifum. Þær eiga ekki langt að sækja áhuga sinn á skrifum, en faðir þeirra er rithöfundurinn Einar Kárason og móðir þeirra og amma eru bókasafnsfæðingar.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Vilhelm Anton Jónsson, eða Vísinda-Villi og Villi Naglbítur. Hann þekkja flestir úr fjölmiðlum, en hann hefur komið þar víða við, auk þess að vera tónlistarmaður og rithöfundur. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða höfunda og bækur hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
Umsjón Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson