Mannlegi þátturinn

Rifjað upp, samfélagsmiðlar, kaffibrennsla og frestunarárátta


Listen Later

Við rifjuðum upp nokkur áhugaverð viðtöl úr Mannlega þættinum frá árinu sem er að líða. Við byrjuðum á viðtali við Andrés Jónsson, almannatengil frá 20.júní, en eftir að upp komst um notkun fyrirtækja eins og t.d. Cambridge Analytica á notendaupplýsingum af Facebook hefur umræðan um þau gögn sem við sem notendur látum af hendi á samfélagsmiðlum farið hátt. Evrópusambandið breytti reglum og neytendur urðu varir um sig í framhaldinu, eða hvað? Samfélagsmiðlar og fyrirtæki fengu í framhaldi notendur til að samþykkja hvernig þau nota upplýsingarnar sem við látum af hendi, en ekki er víst að allir hafi lesið þær til enda.
Næsta viðtal var flutt í Mannlega þættinum 9.maí. Lítil sæt rauð baun í blómi verður að lokum dýrindis drykkur í bollanum þínum og heitir þá kaffi. Við kíktum í heimsókn í kaffibrennslu á Akureyri sem á sér langa sögu eða allt frá árinu 1931, Kaffibrennsla Stefáns Árnasonar hét hún þá. Árið 1936 breyttist nafnið í Kaffibrennslu Akureyrar og frá árinu 2000 heitir þetta Nýja kaffibrennslan. Helgi Örlygsson framkvæmdastjóri er búin að vera í kaffibransanum í 46 ár, Guðrún hitti hann í verksmiðjunni og átti við hann spjall.
Þriðja viðtalið var flutt í Mannlega þættinum 25.janúar síðastliðinn. Tölfræðin sýnir að 40 - 80% mannfólksins sé haldið einhvers konar frestunaráráttu, og hjá helmingnum sé þetta vandamál. Hvað er frestunarárátta og hvernig getur fólk losað sig við hana. Lísa Páls leitaði til Marteins Steinars Jónssonar sálfræðings.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners