Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sævar Helgi Bragason. Hann hefur verið óþreytandi að fræða landann um stjörnufræði, alheiminn og umhverfismál. Ástríða hans í þessum málum skín í gegn um allt sem hann kemur frá sér, hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi eða bókum. Við spurðum hann út í upprunann, hvar hann fæddist og ólst upp og hvenær þessi áhugi hans á alheiminum kviknaði.
Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur. Það styttist í jólin og Sigurlaug vill að við leyfum okkur allt hið besta í mat og drykk og njóta jólahátíðarinnar án þess að fá samviskubit, enda þarf það ekki endilega að kosta mikið. Hún sagði til dæmis frá uppskrift að hlaupi með freyðivíni.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson