Þátturinn verður með óvenjulegu sniði laugardaginn 24. ágúst í tilefni af Menningarnæturtónleikum Rásar 2. Að þessu sinni verður ekki tekið fyrir ákveðið ár, heldur rifjuð upp fyrstu árin í sögu Sálarinnar hans Jóns míns.
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns var stofnuð í upphafi árs 1988 og hélt góðum dampi til ársins 1992 þegar bandið fór í frí. Sveitin kom aftur saman árið 1995 og árin 1998-2001 voru afar eftirminnileg eins og heyra má í samantekinni úr þáttaröðinni Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, sem fer í loftið kl. 16.05 á laugardaginn.